Hoppa yfir valmynd
Barnavörur

Pelar og fylgihlutir

Nanobebe Brjóstamjólkurpeli

Brjóstamjólkurpelinn frá Nanobébé sem hannaður er sérstaklega fyrir brjóstamjólk. Lögun pelans kemur í veg fyrir að dýrmæt næringarefni brjóstamjólkurinnar glatist við ofhitun ásamt því að mjólkin hitnar 2x hraðar en í öðrum pelum.

2.298 kr.

Vöruupplýsingar

Brjóstamjólkurpelinn frá Nanobébé er eini pelinn sem hannaður hefur verið sérstaklega fyrir brjóstamjólk og hefur unnið til margra verðlauna. Barnið tengist náttúrulegri lögun pelans. Pelinn verndar mikilvæg næringarefni brjóstamjólkur. Lögun pelans gerir það að verkum að brjóstamjólkin hitnar 2x hraðar en í öðrum pelum. Hitunin er jöfn sem verndar næringarefni mjólkurinnar ásamt því að koma í veg fyrir ofhitun. Mjólkin kólnar einnig hraðar og kemur það í veg fyrir bakteríuvöxt. Sílikon túttan er 360° þriggja ventla tútta sem dregur úr lofti og kemur í veg fyrir óþægindi í maga barnsins í kjölfar gjafar. Túttan er ávöl svo barnið nái góðu taki. Með pelanum fylgir millistykki svo mæður geta mjólkað sig beint í pelann. Brjóstamjólkina má einnig geyma í pelanum. Án BPA, PVC, LEAD og PHTHALATE.