Hoppa yfir valmynd
Barnavörur

Húðvörur

Zinkspray Bossakrem 50ml

Bossakrem í úðaformi. Hreinlegt, fljótlegt og árangursríkt. Ekki þarf að snerta viðkvæm svæði sem minnkar hættu á sýklamyndun. Myndar þunna filmu sem verndar og nærir viðkvæma húð ásamt því að slá á sviða, kláða og ertingu. Auðvelt og þægilegt fyrir börn og foreldra.

2.198 kr.

Vöruupplýsingar

ZinkSpray baby er bossakrem í úðaformi sem inniheldur sinkoxíð og fleiri húðverndandi efni. ZinkSpray baby myndar himnu sem hlífir húðinni gegn innihaldi bleyjunnar. Það verkar einnig sefandi á viðkvæma og erta húð og slær á sviða og kláða. ZinkSpray baby er sérlega hreinlegt, þægilegt og auðvelt í notkun þar sem ekki þarf að snerta kremið með fingrum eða nudda viðkvæma húð barnsins. Þannig minnka verulega líkurnar á sýklasmiti frá fingrum og húðhirða barnsins verður hreinlegri og þægilegri.

Notkun
  1. Hristið brúsann vel fyrir notkun.
  2. Hreinsið og þurrkið húðina vandlega.
  3. Úðið með léttri hreyfingu í 5-10 cm fjarlægð frá húð barnsins. Mögulega þarf að úða oftar en einu sinni til að dekka allt bleyjusvæðið en betri árangur fæst af einföldu lagi af kremúða.
  4. ZinkSpray baby má nota oft á dag eða við hver bleyjuskipti
Innihaldslýsing

Vatn, sinkoxíð, hreinsuð arachis hypogea olía, kókos-kaprýlat, kaprat, alkýlalkóhól, alkýlglúkósíð, glýserín, caprylylglýkól, caprylhydroxamic sýra, glýserín, kókospálma glýseríð, kísildíoxíð. Engin viðbætt litarefni eða ilmefni. Án parabena og rotvarnarefna.