
Hjúkrunarvörur
Plástur og Sáraumbúðir
Sáraumbúðir Biatain Silicon Lite 5x5
Biatain® Silicone Lite eru þunnar, sérlega sveigjanlegar svampumbúðir með silikon límkanti. Umbúðirnar má nota á margar gerðir vessandi sára og henta vel þar sem þörf er á þunnum svampumbúðum. Biatain® Silicone Lite sameina einstaka rakadrægni og meiri hreyfimöguleika.
698 kr.
Vöruupplýsingar
Yfirburða rakadrægni og einstök þrívíddaruppbygging (3D) svampsins
Þegar umbúðirnar komast í snertingu við sáravessann laga þær sig að sárabeðnum og draga til sín raka, þökk sé þrívíddar uppbyggingu Biatain® Silicone – líka undir þrýstingi (2). Þrívíddar svampurinn dregur til sín sáravessann staðbundið og lóðrétt og bindur sáravessann auk þess að halda sárinu röku, sem er mikilvægt fyrir sárgræðsluferlið. Einstakir hæfileikar til að draga til sín og halda í sér vessa, minnka verulega áhættuna á soðnum sárabörmum og leka.
Mýkt og sveigjanleiki Sílikon sárasnertilagið tryggir að umbúðir sitja vel, á sama tíma og lítils sársauka verður vart þegar þær eru fjarlægðar (1,3).
Meðfæranleiki 3ja þrepa snertilaus ásetning Biatain® Silicone Lite tryggir auðvelda meðhöndlun umbúða og hreina ásetningu (non-touch).
Aukin hreyfigeta Mjúkar og einstaklega sveigjanlegar Biatain® Silicone Lite umbúðirnar tryggja einstaka aðlögun að sári og líkama, þunnur svampurinn gerir, að þægilegt er að vera með umbúðirnar sem hentar mjög vel einstaklingum þar sem þörf er á meiri hreyfigetu.
Notkun
Biatain® Silicone Lite eru hentugar á margar gerðir ekki vessandi eða lítt vessandi króniskra og akút sára s.s. á fótasár, þrýstingssár, sykursýkisfótasár sem ekki eru sýkt, donorsvæði, skurðsár og slysasár (t.d. fleiður, rifur og skurði). Umbúðirnar henta vel undir þrýstingsmeðferð og mega vera á sári í allt að 7 daga.
Innihaldslýsing
Biatain® Silicone Lite eru þunnar, sérlega sveigjanlegar og rakadrægar polyurethan svampumbúðir með yfirborðsfilmu sem er gegndræp fyrir raka en bakteríu- og vatnsheld og mjúkur silikonlímkantur.