Hoppa yfir valmynd
Hjúkrunarvörur

Vörtur og naglasveppur

Wortie Freeze Frystipenni fyrir vörtur

Wortie Cool er frystipenni sem ætlaður er til frystimeðferðar á vörtum og fótvörtum. Penninn hefur einstaka næmni og veldur engum skaða á heilbriðri húð í kringum vörtuna. Í flestum tilfellum er ein meðferð nóg.

3.498 kr.

Vöruupplýsingar

Wortie Cool er frystipenni sem er ætlaður til frystimeðferðar við vörtum og fótvörtum. Hann hefur einstaka næmni og veldur engum skaða á heilbrigðri húð í kringum vörtuna. Í flestum tilfellum er ein meðferð nóg.

Notkun

Leggið Wortie upprétt á láréttan flöt og fjarlægið lokið. Setjið lokið aftur á þannig að örin á lokinu mæti frysti tákninu á brúsanum. Þrýstið lokinu niður í 3 sekúndur. Hljóð heyrist (hiss) sem þýðir að tækið er nú tilbúið til notkunar. Fjarlægið lokið og leggið frosna málmoddinn beint á vörtuna. Fyrir vörtur skal halda málmoddinum á vörtunni í 20 sekúndur. Fyrir fótvörtur skal halda málmoddinum að vörtunni í 40 sekúndur. Eftir hverja notkun skal þrífa málmoddinn með bómullarhnoðra vættum með alkóhóli. Ef frysta þarf margar vörtur skal leyfa málmoddinum að ná stofuhita milli meðferða, það tekur um 5 mínútur. Eftir 10-14 daga minnkar vartan eða dettur af og heilbrigð húð kemur í ljós. Ef vartan hverfur ekki má endurtaka meðferð eftir 14 daga. ATHUGIÐ: minnst 14 dagar þurfa að líða á milli meðferða og ekki má meðhöndla oftar en þrisvar.

Innihaldslýsing

Brúsinn inniheldur 50 ml af dímetýl eter (DME). DME er gas sem kælir málmoddinn þegar það er losað en málmoddurinn leiðir kuldann í vörtuna.