Hoppa yfir valmynd
Hjúkrunarvörur

Háls, nef og eyru

Clean Ears 15ml

Fjarlægir eyrnamerg og fituefni sem myndast í hlustunargöngum

2.698 kr.

Vöruupplýsingar

Clean Ears leysir upp eyrnamerg. Clean Ears er nýjung í losun eyrnamergs, það leysir upp og fjarlægir eyrnamerg og fituefni sem myndast í hlustunargöngum.

Clean Ears er mjög virkt og hefur verið klíniskt prófað/sannreynt sem árangursrík meðferð til að losna við umfram eyrnamerg. Ef Clean Ears er notað reglubundið t.d. 2-3 sinnum í viku þá kemur það í veg fyrir að eyrnamergur safnist upp og stífli hlust.

Clean Ears hefur tvennskonar virkni, annars vegar þvær það hlustunargöngin og hinsvegar leysir það upp eyrnamerg. Efnið er hraðvirkt, öruggt og auðvelt í notkun. Með því að nota Clean Ears reglulega má fjarlægja eyrnamerginn úr hlustunargöngunum á fáeinum tímum eða dögum (fer eftir magni). Þegar eyrnamergurinn hefur verið leystur upp lekur hann fram í hlustina þannig að hægt er að hreinsa hann í burtu með eyrnapinna án þess að setja pinnann langt inn í eyrað.

Notkun

Úðið einu sinni í hvort eyra 3-5 sinnum á dag þar til eyrnamergurinn hefur verið leystur upp.  Notist síðan eftir þörfum, til að viðhalda góðu ástandi.

Innihaldslýsing

Olivaxol™, olífu- , piparminntu- og parafin olía.