Hoppa yfir valmynd
Hjúkrunarvörur

Háls, nef og eyru

Otovent við undirþrýstingi í miðeyra

Hjálpar til við að meðhöndla undirþrýsting í miðeyra

3.898 kr.

Vöruupplýsingar

Otovent meðferðin hjálpar til við að meðhöndla undirþrýsting í miðeyra hjá börnum og fullorðnum. Opnar miðeyra þannig að vökvi eigi greiða leið niður í kokið.

Þegar blaðran er blásin upp í gegnum nösina myndast yfirþrýstingur í nefkokinu sem jafnar út undirþrýstinginn í miðeyranu gegnum kokhlustina. Við það verður eðlilegur þrýstingur í miðeyranu og heyrnin lagast.

Þegar blaðran er blásin upp í stærð á við greipávöxt er aðferðin rétt framkvæmd og hámarksárangur næst af meðhöndluninni.

Engin neikvæð áhrif hafa komið í ljós í klínískum rannsóknum né tilkynningar um slíkt.

OTOVENT blöðrurnar eru framleiddar sérstaklega til að réttur þrýstingur náist sem þarf til að opna kokhlustina. Ef aðrar blöðrur eru notaðar er ekki hægt að búast við eða tryggja að meðferðin gefi árangur.

Notkun
  1. Setja blöðruna yfir kantinn á mjórri endanum á nefstykkinu þétt upp að hægri nös með hægri hendi. Halda rúnnaða nefstykkinu þétt upp að hægri nös með hægri hendi. Klemma vinstri nösina með vinstri vísifingri.

  2. Anda djúpt inn, loka munninum o gblása upp blöðruna í stærð á við greipávöxt.

  3. Endurtaka sama ferli með vinstri nösina. Meðferðin virkar ef barnið finnur þrýstingsaukningu og/eða einn smell í eyranu.

ATH! Hámark 20 uppblásanir í hverja blöðru.