Vöruupplýsingar
Þungunarpróf sem mælir styrk þungunarhormóns (hCG) í þvagi með 99% nákvæmni. Niðurstöður fást á um 3 mínútum. Einfalt í notkun og aflestri. Hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrasta niðurstöðu. Það er möguleiki að taka prófið allt að 5 dögum áður en blæðingar eiga að hefjast. Niðurstöður eru áreiðanlegri ef prófið er notað frá og með þeim degi sem áætlaðar blæðingar hafa fallið niður. Íslenskar leiðbeiningar fylgja.