Hjúkrunarvörur
Próf
SURESIGN Hraðpróf fyrir D-vítamín í blóði
Hraðprófið er ætlað til nálgunar á magni 25-hýdroxý-D-vítamíni í heilblóði úr fingri. Til sjálfsprófunar in vitro.
3.198 kr.
Vöruupplýsingar
D-vítamín hraðprófið (Vitamin D Test Cassette (Fingerstick Whole Blood)) er hraðvirk ónæmisgreining með litskiljun til ákvörðunar á magni (nálgun) 25-hýdroxý-D-vítamíni (25(OH)D) í mennsku heilblóði úr fingri. Þetta próf gefur forniðurstöður sem hægt er að nota til þess að skima fyrir D-vítamínskorti.
Notkun
- Þvoið hendur með sápu og skolið með volgu vatni.
- Látið pokann ná stofuhita áður en hann er opnaður. Opnaðu pokann, fjarlægðu prófspjaldið og leggið á lárétt yfirborð. Framkvæmið prófið innan einnar klukkustundar en bestu niðurstöður fást strax eftir að pokinn er opnaður. Fjarlægið dropateljarann, glasið með buffernum, nálina og alkóhólþurrkuna og geymið nálægt spjaldinu.
- Fjarlægðu varlega lokið af nálinni og fargið.
- Notaðu meðfylgjandi alkóhólþurrku til þess að þurrka af stungustað á fingurgómi löngutangar eða baugfingurs. Látið þorna. 5.Ýtið nálinni þar sem lokið var tekið af á fingurgóminn. Oddurinn dregst inn sjálfkrafa eftir notkun.
- Haldið hendinni niðri og nuddið enda fingursins sem var stungið í án þess að snerta stungustaðinn til þess að ná fram blóðdropa.
- Látið dropateljarann snerta blóðdropann án þess að kreista hann. Blóðdropinn dregst inn í enda dropateljarans að línunni sem merkt er á hann. Ef blóðið nær ekki að línunni má nudda fingurinn meira til þess að ná fram meira blóði. Forðist loftbólur eins og mögulegt er.
- Setjið blóðið sem var safnað í sýnahólf S á prófspjaldinu með því að kreista dropateljarann. 9.Bíðið þar til blóðið hefur dregist alveg inn í sýnahólfið. Losið lokið á glasinu sem inniheldur bufferinn og bætið 2 dropum af buffer í sýnahólf B á prófspjaldinu og byrjið tímatöku.
- Bíðið þar til litaða línan/línurnar birtast. Lesið niðurstöður eftir 10 mín. Berið T-línuna saman við „D-vítamín litaspjaldið“ sem fylgir með prófinu svo hægt sé að vita D-vítamín styrk blóðsins. Ekki skal lesa niðurstöður eftir meira en 20 mín.
Innihaldslýsing
Prófspjald, Buffer/jafni (aðeins til notkunar í eitt skipti), Lansett nál, Alkóhólþurrka, Dropateljari, fylgiseðill, litaspjald.