Hjúkrunarvörur
Próf
SURESIGN Þvagfærasýkingarpróf
Próf til greiningar á þvagfærasýkingu (Urinary Tract Infections Test (Urine))
1.698 kr.
Vöruupplýsingar
Próf til greiningar á þvagfærasýkingu (Urinary Tract Infections Test (Urine)) inniheldur plaststrimla sem á eru tvö prófsvæði með tveimur tegundum af hvarfefnum. Prófið er fyrir þáttagreiningu á eftirfarandi efnum í þvagi: hvítkornum og nítríti. Prófið (Urinary Tract Infections Test (Urine)) er einnota og aðeins til sjálfsprófunar.
Notkun
1.Opnið álpokann og takið prófstrimilinn úr. Snertið ekki prófsvæðin. Þegar pokinn hefur verið opnaður er mælt með að framkvæma prófið tafarlaust. 2) Dýfið prófstrimlinum í þvagsýnið. ATHUGIÐ: Haldið um enda prófstrimilsins eins langt frá prófsvæðunum og mögulegt er og dýfið í þvagsýnið í 1-2 sekúndur, sjáið til þess að prófsvæðin fari að fullu ofan í þvagið. 3) Fjarlægið því næst prófstrimilinn og þurrkið af afgangsþvag á brúnum ílátsins eða með þurrku til þess að forðast það að blanda saman hvarfefnum prófsvæðanna tveggja. 4) Leggið niður strimillinn svo prófsvæðin snúi upp og byrjið tímamælingu. Bíðið í 2 mínútur (ekki lesa niðurstöðurnar eftir 3 mínútur). ATHUGIÐ: Lesið niðurstöðurnar í sitthvoru lagi, berið saman litina við litaspjaldið.