Hjúkrunarvörur
Lúsameðferðir
Elimax Pure Power Lotion 200ml
Elimax® Pure Power er öflug lausn sem drepur lús og nit. Það er samsett úr tveimur vökvum sem þarf að blanda saman áður en lausnin er sett í hárið í fyrsta sinn.
5.298 kr.
Vöruupplýsingar
Elimax® Pure Power er öflug lausn sem drepur bæði lús og nit. Varan er samsett úr tveimur vökvum sem þarf að blanda saman áður en það er notað í fyrsta sinn. Virki vökvinn er gerður úr sérþróaða efninu Prosil og lúsavörninni (LPF). Einkaleyfisvarða efnið Prosil var sérstaklega valið til að hámarka virkni á höfuðlús. Blandan hefur tvöfalda virkni: hún lokar fyrir öndunargöt lúsarinnar og þurrkar upp húð skordýrsins strax eftir 5 mínútúr. Elimax® Pure Power inniheldur ekki skordýraeitur sem hefur taugaeitrunaráhrif þannig engin hætta er á að lúsin myndi ónæmi fyrir efninu. Elimax® Pure Power inniheldur ekki sílíkon (dimethicone) þannig að það skilur ekki eftir feita áferð á hárinu. Til að hámarka vörn gegn endursmiti inniheldur Elimax® Pure Power LPF (lice protecting factor). Þetta efni gerir það að verkum að meðhöndlað hár verður óaðlaðandi fyrir lús. Það eru því minni líkur á að hár sem hefur verið meðhöndlað með Elimax® Pure Power lausn smitist aftur af höfuðlús og hárið verður ekki feitt eftir meðferðina.
Notkun
Þegar grunur liggur á smiti af höfuðlús: Notið Elimax® Pure Power. Skoðið hárið daglega næstu 7 daga eftir meðferð. Endurtakið meðferðina eftir 7 daga, eða fyrr ef þið uppgötvið nýjar lýs. Hristið flöskuna fyrir hverja notkun.
Innihaldslýsing
Vatn, Glýserín, Prosil, Fenoxýethanól, Bensýlalkóhól, Ethýlhexýlglýserín, ilmefni, Xanthan gum, LPF® (sesam olía, acrylate copolymer)