
Vöruupplýsingar
Sólarvörn með SPF100+ sem er ætlað fólki sem er viðkvæmt fyrir ýmsum tegundum sólargeislunar, þ.e. fólk sem fær ofnæmisviðbrögð, sólbruna, hörundsroða, litabreytingar. Ráðlagt fyrir viðkvæma húð og fyrir þau sem eru í aukinni hættu á að fá húðskemmdir, þar með talið fólk með mjög ljósa húð. Sólarvörnin er ætluð fólki með auknar líkur á húðkrabbameini (fólk með ónæmisbælingu og geislunarhyrningu). Kremið kemur í veg fyrir litabreytingar í húð og veitir mikla vörn fyrir húð sem þarfnast sérstakrar verndar gegn sólargeislum. Það kemur í veg fyrir sólbruna, ertingu og bólgur, bólur og lita skemmdir og ofnæmisviðbrögð af völdum sólarljóss. Kremið veitir mikla SPF100+ breiðvirka vörn gegn margs konar skaðlegum sólargeislum sem ná djúpt inn í húðina – þar á meðal UVA, UVB, IR og HEV geislun. Náttúruleg Canola olía og þörungaþykkni vinna gegn roða og veita fullkominn raka og endurnæra húðina. Vatnsþolinn.
A - vörulínan frá Pharmaceris er sérstaklega ætluð þeim sem eru með viðkvæma húð og fyrir þá sem fá ofnæmi. Þessi vörulína inniheldur virk innihaldsefni sem hjálpa til við að koma jafnvægi á ónæmiskerfi húðarinnar. Línan hjálpar til við að róa og sefa viðkvæma húðina um leið og hún styrkir verndandi yfirborð húðþekjunnar. Þannig kemur hún í veg fyrir ofurviðkvæmni húðarinnar og dregur úr exemi, ertingu, roða, kláða og brunatilfinningu. Húðin verður heilbrigðari, mýkri og frískari. Án aukaefna sem geta ert húðina. Þessi Pharmaceris lína inniheldur einstök einkaleyfisvarin innihaldsefni Immuno-Prebiotic og Leukine-Barrier. Eins og aðrar vörur Pharmaceris hafa allar vörurnar í þessari línu verið ofnæmisprófaðar af húðlæknum og klínískt prófaðar. Öryggi og árangur varanna fyrir viðkvæma húð og ofnæmishúð hafa verið staðfest með rannsóknum. Varan er fyrir: Ofnæmishúð, húð sem er viðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti (frosti, vindi, hita, sólargeislum) eða húð sem þolir illa snyrtivörur.
Notkun
Til daglegra nota fyrir andlit og líkama, ekki augnsvæði. Berið hæfilegt magn (2mg/cm2) á andlit og þau svæði sem eru útsett fyrir sól sérstaklega viðkvæm svæði að minnsta kosti 20-30 mínútum áður en haldið er út í sólina. Berið aftur á húðina á tveggja tíma fresti og alltaf eftir sjó eða sund og mikinn svita.
Innihaldslýsing
Háþróuð blanda af breiðvikri sólarvörn sem vinnur gegn öldrun-UVA/UVB/HEV/IR - Sólarvörnin ver gegn breiðu rófi skaðlegra sólargeisla sem ná djúpt inn í húðina. Special value SPF 100+, PPD 47 - Mjög öflug vörn fyrir húð sem þarfnast sérstakrar verndar. Canola oil og algae extract - Veitir raka og endurnærir húðina um leið og það kemur í veg fyrir roða.