Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Andlitskrem

ChitoCare beauty Anti-Aging Day Cream 50ml

Endurnýjaðu rakavörn húðarinnar og verndaðu gegn áhrifum oxunar og útfjólublárra skemmda með þessu styrkjandi dagkremi. Fyrir sýnilega sléttari, stinnari og teygjanlegri húð. Kremið eykur raka og mýkt, gefur lyftingu og ljóma, stuðlar að bættri áferð og minni sýnileika fínna lína og hrukka.

19.998 kr.

Vöruupplýsingar

Verndaðu húðina og endurnýjaðu rakavörn hennar með styrkjandi dagkremi frá ChitoCare beauty, Anti-Aging Day Cream SPF 20. Fyrir sýnilega sléttari, stinnari og teygjanlegri húð. Kremið eykur raka og mýkt, gefur lyftingu og ljóma, stuðlar að bættri áferð og minni sýnileika fínna lína og hrukka. Það er auðugt af náttúrulegum og mýkjandi andoxunarefnum, dagkremið eykur húðraka og mýkir þurra húð sem stuðlar að bættri áferð. Fyrir sléttari, stinnari og geislandi húð á hverjum degi.

ChitoCare Repair er einstakt einkaleyfisvarið komplex með andoxunarvirkni sem stuðlar að endurnýjun húðarinnar, viðheldur raka, verndar og seinkar öldrunareinkennum. Það inniheldur hágæða, náttúrulegt sjávarkítósan sem er filmumyndandi líffjölliða framleidd með umhverfisvænni, einkaleyfisvarinni aðferð.

Notkun

Fyrir venjulega eða þurra húð. Berðu á hreina, raka húð til að ná sem bestum árangri. Settu Anti-Aging Day Cream á kinnarnar, höku, T svæði, háls og hálsmál. Dreifðu kreminu jafnt út með mjúkum hreyfingum upp á við.