Hoppa yfir valmynd
Húðvörur

Augnkrem og augnserum

Neutrogena Collagen Bank Eye Cream 15ml

Neutrogena CollagenBank er augnkrem sem varðveitir kollagen húðarinnar, dregur úr fyrstu merkjum öldrunar og gefur augnsvæðinu ferskan blæ.

3.998 kr.

Vöruupplýsingar

Neutrogena CollagenBank eye cream hjálpar til við að varðveita kollagen og bætir sýnilega ásýnd dökkra bauga og bólgu undir augum með Micro-Peptide Technology™. Frá því snemma á þrítugsaldri getur líkaminn misst allt að 1% af kollageni á ári. Þetta létta lúxuskrem sogast fljótt inn í húðina, styður við hana og hjálpar til við að varðveita kollagen á sama tíma og það bætir ásýnd fimm fyrstu merkja öldrunar húðar: dökkra bauga, bólgu, fínna lína, teygjanleika og áferðar húðar. Formúlan er mild og hentar til daglegrar notkunar. Formúlan hentar og fyrir viðkvæma húð, hún er ilmlaus og prófuð undir eftirliti augnlækna. Kremið gefur orku og ferskleika fyrir þreytt augnsvæði.

Notkun

Berið á hreina húð að morgni og kvöldi. Berið lítið magn varlega á augnsvæðið og klappið létt þar til varan hefur smogið inn í húðina.

Innihaldslýsing

Aqua, Glycerin, Niacinamide, Dimethicone, Avena Sativa (Oat) Kernel Flour, Cetearyl Olivate, Polyacrylamide, Sorbitan Olivate, Sodium Polyacrylate, Caprylyl Glycol, Glyceryl Dilaurate, Steareth-10, C13-14 Isoparaffin, Chlorphenesin, Dimethiconol, Dimethicone crosspolymer, Laureth-7, Citric Acid, Vaccinium Macrocarpon Fruit Extract, 1, 2-Hexanediol, Acetyl Dipeptide-31 Amide, Hydrolyzed Collagen.