
Húðvörur
Andlitskrem
Pharmaceris N Capillaries Moisturizing Cream 50ml
N-Vita Capilaril Dagkrem SPF20 sem styrkir háræðanet húðarinnar, verndar gegn öldrun og nærir. Gott undir farða. Án parabena og rotvarnarefna.
2.398 kr.
Vöruupplýsingar
N línan hjálpar til við að styrkja háræðanet húðarinnar og vernda hana gegn háræðasliti. Veðurfarið á Íslandi er oft erfitt fyrir húðina. Það getur valdið háræðasliti þegar húðin verður í sífellu fyrir veðrabreytingum. Háræðaslit veldur því að húðin verður rauð og veðurbarin. Þessi húðlína minnkar roða í húðinni og verndar hana gegn áreiti. Varan inniheldur einstök vítamín sem gera húðina bjartari, auka teygjanleika hennar og jafna húðlitinn.
Notkun
Hreinsið húðina með Pharmaceris hreinsi og berið síðan kremið á í hæfilegu magni. Kremið er létt og fer fljótt og vel ofan í húðina því hentar vel sem farðaundirlag. Kremið stíflar ekki húðina.
Innihaldslýsing
Vitamin PP – Hjálpar til við að byggja upp varnir húðþekjunnar. Styrkir háræðarnar og minnkar roða í húðinni. Örvar efnaskipti kollagens og kemur jafnvægi á seramíð framleiðslu húðarinnar. Byggir upp raka í húðinni og eykur teygjanleika húðarinnar. Húðin fær jafnari lit og verður mýkri og stinnari.Golden algae – Kemur í veg fyrir þurrk. Veitir góðan raka og kemur í veg fyrir að húðin tapi rakanum.Olive wax – Mildur næringar- og rakagjafi.Thiotaine og thioproline complex – Öflugur sindurefnabani. Gerir húðina mýkri og sléttari.