Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Nefúðar

Nasogen, nefúði 0,5 mg/ml 10 ml

Lyfið er ætlað til skammtíma meðferðar við stíflu í nefi, t.d. vegna kvefs.

1.065 kr.

852 kr.

Vöruupplýsingar

Virka efnið í Nasogen 0,5 mg/ml nefúða er xylometazolin hýdróklóríð, sem er efni sem minnkar þrota í slímhúðum í nefi og hálsi og auðveldar sjúklingum með kvef að anda í gegnum nefið. Xylometazolin veldur almennt ekki ertingu í slímhúð, jafnvel hjá sjúklingum með mjög viðkvæma slímhúð.

Notkun

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Ráðlagður skammtur er: Börn 2-10 ára: 1 úðun (0,07 ml) í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Eftir notkun lyfsins verður að bíða í a.m.k. 8 klst. áður en næsti skammtur er notaður. Lyfið má nota mest 7 daga í senn.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing
  • Virka innihaldsefnið er xylometazolin hýdróklóríð.
  • 1 ml af lausn inniheldur 0,5 mg af xylometazolin hýdróklóríði.
  • Önnur innihaldsefni eru: Sítrónusýrueinhýdrat, natríumsítrattvíhýdrat, glýseról 85% og vatn fyrir stungulyf.