Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Hægðalyf

Immex, frþ.tfl 2 mg 12 stk

Þetta lyf er notað til að meðhöndla skyndileg, skammvinn (bráð) niðurgangsköst hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri

1.695 kr.

Vöruupplýsingar

Þetta lyf inniheldur lóperamíðhýdróklóríð, sem hjálpar til við að stöðva niðurgang með því að gera hægðirnar þéttari og fátíðari. Þetta lyf er notað til að meðhöndla skyndileg, skammvinn (bráð) niðurgangsköst hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. Lyfið má ekki nota lengur en í 2 daga án þess að leita ráða hjá lækni og án eftirlits. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 2 daga.

Notkun

• Flettu þynnulokinu af og veltu frostþurrkuðu töflunni út. Ekki ýta frostþurrkuðu töflunni í gegnum þynnulokið. • Settu réttan fjölda frostþurrkaðra taflna á tunguna. Frostþurrkuðu töflurnar leysast fljótt upp í munni, þannig að ekki þarf að nota vatn til að gleypa þær. Ekki tyggja. Aðeins til inntöku. • Notaðu aldrei meira en skammtinn sem tilgreindur er í töflunni. • Frostþurrkuðu töflurnar eru ekki ætlaðar til langtímameðferðar.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Virka innihaldsefnið er lóperamíðhýdróklóríð. Hver frostþurrkuð tafla inniheldur 2 mg af lóperamíðhýdróklóríði. Önnur innihaldsefni eru: pullulan (E1204), mannitól (E421), natríumvetniskarbónat (E500), aspartam (E951), pólýsorbat 80 (E433), piparmyntubragð (maísmaltódextrín, bragðefni og breytt vaxkennd maíssterkja, 1450).