Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Hósti

Sinex, saft 1 mg/ml 180 ml

Sínex er saft í lausasölu ætlað til meðferðar við berkju-, barka- og skútubólgu.

2.015 kr.

Vöruupplýsingar

Sínex er saft í lausasölu sem dregur úr seigju slíms í öndunarvegi, nefi og berkjum. Sinex inniheldur 1 mg/ml af virka efninu brómhexín. Sínex er notað til meðhöndlunar á sjúkdómum í berkjum sem orsakast af seytingu seigfljótandi slíms eins og bráð og langvinn berkjubólga, barkabólga og barka- og berkjubólga ásamt ennis og kinnholubólgu (skútubólgu). Einnig er hægt að nota lyfið við einkennum langvinnra sjúkdóma í lungum og berkjum eins og lungnateppu sjúkdómum og langvinnri berkjubólgu og berkjuskúlk. Sínex er einnig ætlað til meðferðar við glæru- og tárusiggi (Sjögrens heilkenni). Sinex er ætlað fyrir fullorðna, unglinga og börn eldri en 2ja ára. Sinex er ætlað til inntöku um munn. Nota skal mæliglasið sem fylgir lyfinu. Taka skal Sínex með eða strax eftir mat. Sínex þolist vel og má taka í lengri tíma í ákveðnum tilfellum. Ekki skal nota Sínex lengur en 7 daga í röð án samráðs við lækni. Skammtastærðir: • Fullorðnir og unglingar eldri en 15 ára mega taka allt að 15 ml 3svar sinnum á dag. • Börn á aldrinum 10 til 15 ára mega taka 10 ml 3svar á dag. • Börn á aldrinum 5 til 10 ára mega taka allt að 5 ml 3svar á dag. • Börn á aldrinum 2 til 5 ára mega taka allt að 2 ml 3svar á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Ekki er þörf á því að breyta skömmtum fyrir aldraða. Eitt glas af Sinex inniheldur 180 ml af saft. Saftin er sykurlaus og hentar því einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna og börn yngri en 2 ára mega ekki nota Sinex. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað.

Notkun

Sinex er ætlað fyrir fullorðna, unglinga og börn eldri en 2ja ára. Sinex er ætlað til inntöku um munn. Nota skal mæliglasið sem fylgir lyfinu. Taka skal Sínex með eða strax eftir mat. Sínex þolist vel og má taka í lengri tíma í ákveðnum tilfellum. Ekki skal nota Sínex lengur en 7 daga í röð án samráðs við lækni. Skammtastærðir: •Fullorðnir og unglingar eldri en 15 ára mega taka allt að 15 ml 3svar sinnum á dag. •Börn á aldrinum 10 til 15 ára mega taka 10 ml 3svar á dag. •Börn á aldrinum 5 til 10 ára mega taka allt að 5 ml 3svar á dag. •Börn á aldrinum 2 til 5 ára mega taka allt að 2 ml 3svar á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Ekki er þörf á því að breyta skömmtum fyrir aldraða. Eitt glas af Sinex inniheldur 180 ml af saft. Saftin er sykurlaus og hentar því einstaklingum með sykursýki. Einstaklingar sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna og börn yngri en 2 ára mega ekki nota Sinex. Einstaklingar sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna og börn yngri en 2 ára mega ekki nota Sinex.

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

5 ml af saft inniheldur 5 mg af brómhexín hýdróklóríði Hjálparefni með þekkta verkun: sorbitól (E420) (2,8 g/5 ml), methýl parahýdroxýbenzóat (E218) (3,5 mg/5 ml), própýl parahýdroxýbenzóat (E216) (0,9 mg/5 ml) og própýlenglýkól (E1520) (39,5 mg/5 ml). Vínsýra, súkralósi, sorbitóllausn 70% (sem kristallast), methýl parahýdroxýbenzóat, própýl parahýdroxýbenzóat, própýlenglýkól, hindberjabragðefni, hreinsað vatn.