Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Húðvandamál

Hydrokortison Evolan, krem 10 mg/g 50 g

2.535 kr.

Vöruupplýsingar

Hydrokortison Evolan inniheldur hýdrókortisón en það er sterahormón sem myndast í nýrnahettunum. Lyfið er notað staðbundið til þess að draga úr bólgum, kláða og ofnæmiseinkennum, en það bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið. Sterar sem eru notaðir í húðlyf skiptast gróflega í 4 flokka eftir styrkleika. Hýdrókortisón er vægur steri og tilheyrir flokki 1, vægasta flokknum. Lyfið er notað við exemi og öðrum húðsjúkdómum þar sem sterar eiga við.

Notkun

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Virkt innihaldsefni: Hýdrókortisón