Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Staðdeyfing

Xylocain, hlaup 20 mg/g 30 g

Xylocain er staðdeyfilyf. Það virkar á nokkrum mínútum

1.835 kr.

Vöruupplýsingar

Xylocain hlaup má nota hjá fullorðnum og börnum í öllum aldurshópum

Xylocain hlaup er notað til að deyfa staðbundið fyrir ýmsar skoðanir í endaþarmi, öndunarvegi eða þegar leggur er settur upp. Það má einnig nota Xylocain til að deyfa sársauka af völdum bólgu í þvagblöðru og þvagrás og til verkjadeyfingar eftir umskurð hjá drengjum. Xylocain smyrsli má nota hjá fullorðnum og börnum í öllum aldurshópum. Xylocain smyrsli má nota: Til að draga úr kláða og sársauka í húð, t.d. : - Vegna sólbruna, skordýrabits eða minniháttar bruna og skráma. - Vegna gyllinæðar og annarra kvilla við endaþarm. Tannlæknir getur notað Xylocain smyrsli til þess að deyfa góma fyrir inndælingu deyfingar og tannhreinsun

Læknir getur notað Xylocain smyrsli til staðdeyfingar fyrir rannsóknir í munni, hálsi og endaþarmi. Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Notkun

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá