Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Magalyf

Ríflúxín, sog/tugg 0 48 stk

Ríflúxín er magalyf

1.595 kr.

Vöruupplýsingar

Ríflúxín er magalyf sem inniheldur blöndu tveggja saltsambanda, annars vegar kalsíumkarbónat og hins vegar magnesíumkarbónat. Þessi saltsambönd tilheyra flokki lyfja sem nefnast sýrubindandi sambönd. Sýrubindandi sambönd eru sölt sem bindast magasýru eftir inntöku og minnka virkni hennar. Sýrubindandi sambönd eru notuð við ofmyndun magasýru en hún veldur magaóþægindum, brjóstsviða og nábít. Of mikil myndun magasýru í langan tíma getur leitt til sáramyndunar í vélinda, maga og skeifugörn.

Notkun

1-2 tuggutöflur eftir þörfum. Töflurnar skal tyggja eða sjúga. Hámarksskammtur á sólarhring eru 11 töflur.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá