Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Nikótínlyf

Nicorette nefúði 10 mg/ml 10 ml

7.395 kr.

Vöruupplýsingar

Nicorette er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja. Það dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Úr Nicorette færðu það nikótín, sem þú færð venjulega úr tóbakinu. Reykingarþörf minnkar við notkun Nicorette Invisi forðaplástra, þar sem nikótín losnar úr forðaplástrunum meðan þeir eru á húðinni. Þú getur notað Nicorette ef þú vilt: hætta að reykja eða tímabundið hætta að reykja

Notkun

Einn úði (0,5 mg) í hvora nös við reykingarþörf. Upphafsskammt skal miða við það hve háður sjúklingurinn er nikótíni. Nefúðann skal nota þegar sígarettur hefðu að öðrum kosti verið reyktar eða um leið og upp kemur reykingarþörf, til að forðast reykingar. Til að hámarka líkurnar á árangursríkri stöðvun reykinga er mikilvægt að nota ekki of litla skammta, því skal hvetja sjúklinga til að nota a.m.k. 8 skammta á sólarhring. Nota skal nægilega marga skammta, 1-2 skammta á klukkustund (hámark 3) í upphafi meðferðar, þó að hámarki 40 skammta (80 úða) á sólarhring.

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá