Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Nikótínlyf

Nicotinell Mint, munnstfl 2 mg 144 stk

Nicotinell Mint munnsogstöflur með myntubragði. Til meðferðar við tóbaksfíkn. Munnsogstafla er sogin við reykingaþörf. Ekki til notkunar handa börnum yngri en 18 ára.

6.495 kr.

Vöruupplýsingar

Nicotinell Mint munnsogstöflur með myntubragði. Inniheldur nikótín. Til meðferðar við tóbaksfíkn. Munnsogstafla er sogin við reykingaþörf. Ekki til notkunar handa börnum yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Notkun

Í upphafi á að nota 1 munnsogstöflu á 1-2 klst. fresti. Venjulegur skammtur er 8-12 munnsogstöflur á sólarhring. Þegar reykingum er hætt eða dregið er úr reykingum með Nicotinell munnsogstöflum er hámarksskammtur 24 munnsogstöflur á sólarhring. Hámarksnotkun á klst. er ein tafla.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Lyfið inniheldur 10 mg aspartam (E951) í hverri munnsogstöflu. Aspartam breytist í fenýlalanín. Það getur verið skaðlegt þeim sem eru með fenýlketónmigu (PKU), sem er mjög sjaldgæfur erfðagalli þar sem fenýlalanín safnast upp því líkaminn getur ekki fjarlægt það með fullnægjandi hætti. Nicotinell Mint munnsogstöflur innihalda maltítól ((E9659) sem getur innihaldið frúktósa).

  • ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.
  • maltítól getur haft væg hægðalosandi áhrif. Hitaeiningafjöldi er 2,3 kkal/g maltítóls. Sykursjúkir mega nota Nicotinell Mint. Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverri munnsogstöflu, þ.e.a.s er sem næst natríumlaust.