Vöruupplýsingar
Strefen Honung & Eukalyptus 8,75 mg munnsogstöflur eru notaðar til að draga tímabundið úr einkennum óþæginda í hálsi eins og verk í hálsi, eymslum og bólgu í hálsi og erfiðleikum við að kyngja hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára.
Notkun
Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Munnsogstöflurnar skulu leysast hægt upp í munni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá
Innihaldslýsing
Strefen munnsogstöflur innihalda 8,75 mg flurbiprofen

