Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Nikótínlyf

Nicotinell Mint, munnholsúði 1 mg 150 úða.sk

Nicotinell Mint er notað við tóbaksfíkn hjá fullorðnum.

3.998 kr.

Vöruupplýsingar

Nicotinell Mint er notað til að hjálpa þér að hætta að reykja þegar þú vilt hætta eða til að draga úr reykingum áður en þeim er alveg hætt. Þessi tegund meðferðar nefnist nikótínuppbótarmeðferð. Nicotinell Mint er notað til að draga úr fráhvarfseinkennum nikótíns, þ.m.t. reykingaþörf, einkennum sem fólk fær þegar það hættir að reykja. Þegar skyndilega er hætt að sjá líkamanum fyrir nikótíni úr tóbaki fær fólk ýmiss konar óþægindi sem kallast fráhvarfseinkenni. Með notkun Nicotinell Mint er hægt að koma í veg fyrir eða draga úr þessum óþægindum og löngun til að reykja. Það er vegna þess að í skamman tíma fær fólk áfram lítið magn af nikótíni í líkamann. Nicotinell Mint inniheldur ekki tjöru, kolsýring og önnur eiturefni sem eru í sígarettureyk. Þú átt jafnframt að leita aðstoðar og ráðgjafar, ef þú getur, til þess að auka líkurnar á að þér takist að hætta reykingum.

Notkun

Þrep 1: 1.-6. vika Notaðu 1 eða 2 úða (úðaskammta), á þeim tíma sem þú ert vanur/vön að reykja sígarettu eða þegar reykingalöngunin gerir vart við sig. Notaðu fyrst 1 úða og síðan einn úða til viðbótar ef löngunin hverfur ekki innan nokkurra mínútna. Ef þörf er fyrir 2 úða má nota 2 úða í röð þegar næstu skammtar eru notaðir. Fyrir flest reykingafólk þýðir þetta u.þ.b. 1 eða 2 úða á hálfrar til einnar klst. fresti. Ef þú reykir t.d. 15 sígarettur á dag að meðaltali, skaltu nota 1 eða 2 úða að minnsta kosti 15 sinnum yfir daginn. Þrep 2: 7.-9. vika Byrjaðu að draga úr daglegum úðafjölda. Í lok 9. viku áttu aðeins að nota HELMINGINN af þeim úðafjölda sem þú notaðir að meðaltali daglega á 1. þrepi meðferðarinnar. Þrep 3: 10.-12. vika Haltu áfram að draga úr úðafjölda sem þú notar yfir daginn, þannig að þú notir ekki fleiri en 4 úða daglega í 12. viku. Hættu að nota Nicotinell Mint, þegar þú hefur minnkað úðafjöldann niður í 2-4 á dag.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing
  • Virka innihaldsefnið er nikótín. Einn úði veitir 1 mg af nikótíni í 0,07 ml lausn. 1 ml af lausn inniheldur 13,6 mg af nikótíni.
  • Önnur innihaldsefni eru: própýlenglýkól (E1520), glýseról (E422), vatnsfrítt etanól, poloxamer 407, glýsín (E640), natríumhýdrógenkarbónat (E500(ii)), levomentól, myntubragðefni (inniheldur bensýlalkóhól, própýlenglýkól (E1520), pulegon), kælandi bragðefni (inniheldur mentól, mentól karboxamíð, ilmolíu, própýlenglýkól (E1520)), súkralósi (E955), asesúlfamkalíum (E950), natríumhýdroxíð (E524), hreinsað vatn.