Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Hægðalyf

Magnesia Dak 500mg 250stk

Til meðferðar við vægum og tilfallandi einkennum tengdum maga- og vélindabakflæðissjúkdómi. Til meðferðar við hægðatregðu þegar lífsstílsbreytingar nægja ekki til einar og sér.

5.315 kr.

Vöruupplýsingar

Magnesia DAK hefur hægðalosandi verkun og hlutleysir magasýru. Magnesia DAK er notað við:

  • hægðatregðu þegar lífsstílsbreytingar nægja ekki til
  • slímhúðarbólgu í vélinda
  • mikilli magasýru sem veldur einkennum á borð við
  • brjóstsviða
  • sýrubakflæði og sviðatilfinningu í maga
Notkun

Fullorðnir: Sem sýrubindandi lyf: 1-2 töflur eftir þörfum. Við hægðatregðu: 2-3 töflur eftir þörfum.

Lyfið skal ekki gefið börnum yngri en 15 ára nema að ráði læknis.

Magnesia DAK filmuhúðaðar töflur skal taka inn með nægum vökva.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Hver tafla inniheldur 500 mg létt magnesíumoxíð, sem magnesíumhýdroxíð.

Töflukjarni: Örkristallaður sellulósi Katöflusterkja Magnesíumsterat Kísilkvoða, vatnsfrí Póvídón

Filmuhúð: Hýprómellósi Própýlenglýkól Talkúm