Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Augu

Cleye augndr 0,12 mg/ml 10 ml

Gegn vægum roða og ertingu sem stöku sinnum kemur fram í auga.

3.745 kr.

Vöruupplýsingar

Gegn vægum roða og ertingu sem stöku sinnum kemur fram í auga. Naphazolin er æðaþrengjandi og minnkar bólgu og blóðsókn þegar það er notað á slímhúð. Cleye byrjar að verka innan við 1 mínútu eftir ídreypingu og áhrifin vara í a.m.k. 3 klst

Notkun

Fullorðnir og börn, 12 ára og eldri: Einn eða tveir dropar í hvort auga, tvisvar eða þrisvar á dag. Þetta lyf er eingöngu ætlað til notkunar í stuttan tíma í senn eða til notkunar stöku sinnum. Börn: Notkun Cleye er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 12 ára.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Virkt efni: Naphazolinhýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun: Benzalkonklóríð