
Lausasölulyf
Sníkjudýr
Tenutex+ áburður 245 mg/g 100 g (20 mg + 225 mg)/g
Tenutex hefur sníkladrepandi áhrif.
6.698 kr.
Vöruupplýsingar
Tenutex er sníkladrepandi lyf gegn höfuðlús, flatlús og kláðamaur. Tenutex hefur sníkladrepandi áhrif.
Notkun
Höfuðlús: Tenutex er borið í hársvörðinn, frá rót og út til endanna. Hæfilegt magn er 25-75 g, háð hársídd. Eftir sólarhring er hárið þvegið, fínkembt og skoðað. Oftast þarf að meðhöndla hárið tvisvar sinnum með Tenutex með 8 daga millibili, ásamt því að fínkemba það vandlega. Skoða á hárið daglega í 14 daga eftir meðferð. Flatlús: U.þ.b. 50 g af Tenutex er borið á hærð svæði líkamans, svo sem kynfæri og handarkrika. Líkamann má ekki þvo fyrr en eftir tvo sólarhringa. Ef flatlús finnst í höfuðhári á að meðhöndla hárið eins og við höfuðlús. Kláðamaur: Eftir að hafa þvegið líkamann og þurrkað vandlega eru 50-60 g af Tenutex nuddað vel inn í húðina- þó ekki höfuðið (einungis höfuð ungbarna er einnig þörf á að meðhöndla). Forðast á að nudda mjög fast. Eftir einn sólarhring má þvo líkamann. Í alvarlegum tilfellum af kláðamaur skal endurtaka meðferðina eftir eina viku. Nota má hýdrókortisónsmyrsli ef vart verður ertingar í húð vegna meðferðarinnar.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá
Innihaldslýsing
1 g af húðfleyti: Virku innihaldsefnin eru dísúlfíram 20 mg og bensýlbensóat 225 mg. - Önnur innihaldsefni eru kakófeiti, sterínsýra, trólamín, cetósterýl alkóhól, eukalyptusolía og vatn.