Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Verkjalyf

Rizatriptan Alvogen, munndr.t 10 mg 2 stk

Munndreifitöflur til meðferðar við mígreni.

2.375 kr.

Vöruupplýsingar

Töflur til meðferðar við mígreni. Rizatriptan Alvogen er notað til að meðhöndla höfuðverk vegna mígreniskasts hjá fullorðnum 18-65 ára sem áður hafa verið greindir af lækni með mígreni og þurfa endurtekna meðferð vegna mígreniskasts. Ekki á að nota lyfið til að fyrirbyggja kast. Virka efnið er rizatriptan 10 mg. Í pakkanum eru 2 munndreifitöflur.

Notkun

Taktu Rizatriptan Alvogen eins fljótt og hægt er eftir að mígrenieinkenni byrja. Ekki nota lyfið til að koma í veg fyrir mígrenikast. Settu munndreifitöfluna á tunguna þar sem hún sundrast og hægt er að gleypa hana með munnvatni. Mígrenieinkenni geta komið aftur innan 24 klst. hjá sumum sjúklingum. Ef mígrenið kemur aftur, getur þú tekið einn skammt af Rizatriptan Alvogen til viðbótar. Þú átt alltaf að bíða í a.m.k. 2 klst. milli skammta. Ekki taka meira en tvo skammta af Rizatriptan Alvogen á sólarhring. Það eiga einnig að líða minnst 2 klst. milli skammta.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Hver tafla inniheldur 10 mg af rizatriptan.