Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Sveppalyf

Lamisil krem 10mg/g 15g

2.195 kr.

Vöruupplýsingar

Lamisil krem er sveppalyf til að meðhöndla húðsýkingar af völdum húðsveppa. Lamisil krem verkar sem sveppaeyðir, þ.e.a.s. það drepur sveppi.

Notkun

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: Meðhöndla á fótsveppi, hringlaga húðsveppasýkingu og hvítsveppasýkingu í húð einu sinni á sólarhring í eina viku en litbrigðamyglu 1-2 sinnum á sólarhring í tvær vikur. Hreinsið og þurrkið sýkta svæðið og þvoið hendurnar. Berið kremið á í þunnu lagi. Gætið þess að þekja allt sýkta svæðið. Þvoið hendur eftir að kremið er borið á til að koma í veg fyrir að sýkingin berist til annarra svæða líkamans.