
Vöruupplýsingar
Livostin nefúði er andhistamín sem notað er við ofnæmisnefbólgu, sem einnig kallast nefslímubólga, en hún getur valdið nefstíflu, kláða og/eða nefrennsli. Livostin nefúði er notaður við ofnæmi af völdum frjókorna eða annarra loftborinna ofnæmisvalda frá t.d. gæludýrum, ryki eða myglu/sveppagróum. Livostin nefúði hindrar áhrif histamins í nefi. Histamin er efni sem losnar í vefjum líkamans í tengslum við ofnæmisviðbrögð og það getur t.d. valdið nefrennsli, nefstíflu og kláða í nefi. Verkun Livostin hefst innan 15 mínútna.
Notkun
Venjulegur skammtur handa fullorðnum og börnum er 2 úðaskammtar í hvora nös 2 sinnum á dag. Halda skal meðferðinni áfram svo lengi sem ofnæmið veldur óþægindum í nefi. Læknirinn getur ávísað lyfinu í öðrum skömmtum. Hafið samband við lækni ef lyfið er ekki farið að verka innan nokkurra daga. Hjá börnum skal læknir fyrst greina óþægindin til að tryggja að þau tengist ofnæmi.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá