
Vöruupplýsingar
Nezeril er notað til skammtímameðferðar við nefstíflu vegna kvefs. Nezeril hefur skjótvirk bólgueyðandi áhrif sem draga úr nefstíflu og þar með léttir öndun. Áhrifin koma fram innan nokkurra mínútna.
Notkun
Nefúði 0,25 mg/ml: Börn 2 - 7 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Börn 7 - 10 ára: 2 úðaskammtar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Nefúði 0,5 mg/ml: Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: 2 úðaskammtar í hvora nös 2-3 sinnum á sólarhring. Ekki má nota Nezeril í fleiri en 10 daga samfleytt. Við notkun í lengri tíma getur Nezeril valdið nefstíflu.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá