Lausasölulyf
Magalyf
Omeprazol ratiopharm+ sþ-hylki 20 mg 28 stk hart
Lausasölulyf við bakflæði og brjóstsviða 28 stk í þynnum.
1.595 kr.
Vöruupplýsingar
Dregur úr sýruframleiðslu í maga. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2-3 daga samfellt áður en einkennin réna.
Omeprazol ratiopharm er notað hjá fullorðnum við skammtímameðferð gegn bakflæðissjúkdómi (t.d. brjóstsviða, súru bakflæði). Bakflæði kallast það þegar sýra flæðir úr maganum og upp í vélindað, sem getur orðið bólgið og aumt. Þetta getur valdið einkennum svo sem sviðatilfinningu fyrir brjósti sem nær upp að hálsi (brjóstsviða) og súru bragði í munni (súru bakflæði).
Notkun
Ráðlagður skammtur er eitt 20 mg hylki hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma.
Ráðlagt er að taka Omeprazol ratiopharm hylki að morgni. Hylkin skal gleypa heil með glasi af vatni. Hylkin má hvorki tyggja né mylja.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá