
Vöruupplýsingar
Pinex Junior er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Þú getur notað Pinex Junior við vægum verkjum, t.d. höfuðverk, tíðaverkjum, tannpínu, vöðva- og liðverkjum og til að lækka hita.
Notkun
Þú skalt stinga breiðari enda stílsins fyrst upp í endaþarminn. Ráðlagður skammtur er:
Börn Skammturinn fer eftir þyngd barnsins. Börn mega fá 50 mg/kg/dag skipt niður í 3-4 skammta en þó aldrei meira en 4.000 mg á sólarhring. Dæmi: 10 kg barn má að hámarki fá 500 mg á sólarhring, þ.e. einn 125 mg endaþarmsstíl mest 4 sinnum á sólarhring. 20 kg barn má að hámarki fá 1.000 mg á sólarhring, þ.e. einn 250 mg endaþarmsstíl mest 4 sinnum á sólarhring. 30 kg barn má að hámarki fá 1.500 mg á sólarhring, þ.e. tvo 250 mg endaþarmsstíla mest 3 sinnum á sólarhring.
Ekki má nota Pinex Junior endaþarmsstíla fyrir börn yngri en 2 ára nema samkvæmt ráði læknis.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá