Það er auðvelt að byrja í lyfjaskömmtun
Með lyfjaskömmtun færðu betri yfirsýn yfir þína lyfjameðferð auk þess sem hún eykur meðferðarheldni og getur þannig gert lyfjameðferðina áhrifaríkari.
Til að byrja í lyfjaskömmtun þarf læknir eða skjólstæðingur að hafa samband við apótek Lyfja og heilsu til að leggja inn beiðni um lyfjaskömmtun. Læknir þarf að senda lyfjaávísanir í lyfjagátt fyrir þeim lyfjum sem á að skammta og þurfa þær ávísanir að vera sérstaklega merktar fyrir lyfjaskömmtun.
Þegar allar lyfjaávísanir eru tilbúnar getur lyfjaskömmtun hafist og er afgreiðslutími á fyrstu lyfjarúllu 2-3 virkir dagar. Skammtað er í allt að 28 daga í senn.
Lyfjunum er vélskammtað í lyfjarúllur samkvæmt kröfum gildandi reglugerða um lyfjaskömmtun og eru þær afhentar í pappa öskjum til skjólstæðinga. Hver inntökutími á sér sinn lyfjapoka þar sem koma fram allar helstu upplýsingar, svo sem nafn og kennitala skjólstæðings, dag- og tímasetning inntöku ásamt nöfnum þeirra lyfja sem eru í hverjum poka og töflufjölda þeirra.
Kostnaður og greiðslufyrirkomulag*
Einn af kostum þess að vera í lyfjaskömmtun er að aðeins er greitt fyrir þau lyf sem afgreidd eru hverju sinni. Lyfjaverð er samkvæmt gildandi lyfjaverðskrá hverju sinni og fer kostnaður skjólstæðinga eftir því hvar þeir standa í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.
· 1-7 dagar: 900 kr.
· 8-14 dagar: 1.250 kr.
· 15-28 dagar: 1.990 kr.
· Heimsending 1.290 kr.
Skömmtunargjald fer eftir því hersu marga daga þú pantar í hvert sinn og valin er heimsending bætast 1.290 kr. við skömmtunargjaldið.
Þú getur kynnt þér lyfjaskömmtun í næsta apóteki Lyf og heilsu eða með því að senda okkur tölvupóst á lyfjaskommtun@lyfjaskommtun.is. Einnig er hægt að hafa samband við SA lyfjaskömmtun í síma 544-2323.
*verð getur breyst án fyrirvara