Snyrtivörur
Serum, olíur og ávaxtasýrur
BIOEFFECT EGF Eye Serum + refill
EGF Eye Serum hefur öflug áhrif á ásýnd húðarinnar umhverfis augun enda er það sérstaklega þróað til að vinna á fínum línum, broshrukkum, hrukkum og slappleika. Augnserumið er blandað með EGF úr byggi, hýalúronsýru og hreinu, íslensku vatni til að þétta, slétta og næra húðina á augnsvæðinu.
16.798 kr.
Vöruupplýsingar
EGF Eye Serum er nú fáanlegt með áfyllingu. Settið inniheldur tvöfalt magn af þessari vinsælu og áhrifaríku augnvöru. EGF Eye Serum hefur öflug áhrif á ásýnd húðarinnar umhverfis augun enda er það sérstaklega þróað til að vinna á fínum línum, broshrukkum, hrukkum og slappleika. Augnserumið er blandað með EGF úr byggi, hýalúronsýru og hreinu, íslensku vatni til að þétta, slétta og næra húðina á augnsvæðinu. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem er notuð til að dreifa úr formúlunni og hefur á sama tíma einstök áhrif á þrota, þreytumerki og dökka bauga. Við mælum með að nota Imprinting Eye augnmaska á eftir seruminu til að hámarka árangurinn.
Notkun
Þrýstu létt á hnappinn á botni flöskunnar til að skammta augnserumi og berðu á hreina húð umhverfis augun. Rúllaðu stálkúlunni eftir húðinni og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Láttu ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið. Til að koma áfyllingarhylkinu fyrir skaltu draga hvíta hylkið út úr botninum á flöskunni. Fjarlægðu lokið af áfyllingunni og smelltu hylkinu inn í flöskuna. Þrýstu varlega þar til þú heyrir smell.
Innihaldslýsing
WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)



