Snyrtivörur
Naglavörur
TRIND Nail Repair 9ml
- Bindur saman prótein sameindirnar og gerir þannig sterkari neglur.
- Hefur ekki áhrif á rakajafnvægi naglarinnar.
- Gefur náttúrulega glansandi áferð.
1.998 kr.
Vöruupplýsingar
TRIND Nail Repair Natural er glær naglastyrkir. Naglaplatan samanstendur aðallega af keratíni (prótein sameindum). Virka efnið í TRIND Nail Repair Natural styrkir keratín þræðina í nöglunum og gefur þannig fallegri og sterkari neglur á 2 vikum ef notað daglega. RÁÐ: Notið með TRIND Nail Balsam til að tryggja sem bestan árangur.
Notkun
Berið þunnt laga af TRIND Nail Repair á neglurnar, annað hvort á hreinar neglurnar eða eftir að TRIND Nail Balsam hefur verið borið á. Til að fá fallegar og sterkar neglur skal efnið borið á daglega í tvær vikur. Áður en TRIND Nail Repair er borið á skal fjarlægja fyrri lög af nöglinni með TRIND lakkeyðinum. Eftir að 2 vikur eru liðnar er nægjanlegt að bera á neglurnar einu sinni í viku til að viðhalda styrk þeirra. Bestur árangur fæst ef efnið er notað saman með TRIND Nail Balsam. (Skref 1: Fjarlægið eldir lög af með TRIND lakkeyðinum. Skref 2: Berið TRIND Nail Balsam á, nuddið inn og látið þorna. Skref 3: Berið TRIND Nail Repair á daglega í tvær vikur). Hristið vel fyrir notkun. Geymist þar sem börn ná ekki til. Við ráðleggjum að efnið sé fyrst reynt á einni nögl. Í tilfelli ofurnæmis skal strax hætta notkun og hreinsa efnið af nöglinni. Varist að berist í augu. Berið ekki á naglaböndin og verndið þau með kremi.