Snyrtivörur
Förðunarburstar og svampar
SHISEIDO TsuTsu Fude Concealer Brush
Hágæða hyljarabursti sem handgerður er í Japan.
4.798 kr.
Vöruupplýsingar
Þessi þétti og rúnaði bursti er sérstaklega hannaður til að bera á, blanda og þrýsta hyljara á húðina. Hann er fíngerður og rúnaður svo hann passar vel á augnsvæðið og dreifir vörunni án þess að skilja eftir línur.
Notkun
Notaðu TsuTsu Fude-hyljaraburstann til að blanda hyljara með hringlaga hreyfingum. Einnig er hægt að þrýsta burstanum á húðina til að auka þekju. Burstann má einnig nota í augnskugga og hann hentar sérstaklega vel í kremaða augnskugga.
Hreinsun: Best er að þurrka burstanum á handklæði eða bréfþurrku til að þurrka sem mest af vörunni úr burstanum áður en önnur vara er notuð. Til að djúphreinsa burstann er gott að nota milda sápu eða andlitshreinsi og volgt vatn. Skolið vel og þurrkið í handklæði. Leggið á handklæði þar til burstinn er alveg þurr áður en hann er notaður aftur. Ekki leyfa burstanum að liggja lengi í hreinsivökva eða vatni.
Innihaldslýsing
100% synthetic fibers.

