
Vöruupplýsingar
Gel augabrúnablýantur sem hægt er að nota til að móta augabrúnirnar, fylla inn í og gefur þeim náttúrulegt útlit. Auðveldur í notkun, vatnsfráhrindandi og endist í allt að 12 tíma. Greiðan á hinum endanum hjálpar við að blanda og festa vöruna.
Notkun
Byrjaðu á burstaendanum. Burstaðu augnabrúnahárin niður til að finna náttúrulega lögun brúnanna. Notaðu svo blýantsendann til að fylla upp í gisin svæði með stuttum og léttum strokum til að móta og jafna útlínur augnabrúnanna.