Snyrtivörur
Naglalökk
NAILBERRY Cosmic
Kristalltært yfirlakk, blandað þrívíðu glimmeri, mun verða til þess að þú horfir á neglurnar þínar með stjörnur í augunum. Hannað með það í huga að hægt sé að nota það á ýmsan hátt, eitt sér beint á nöglina eða bera það yfir einhvern lit eða liti til að fá smá glitrandi ljóma yfir litinn eða litina þannig að nöglin glitri eins og diskókúla.
2.998 kr.
Vöruupplýsingar
Viltu skjótast upp á stjörnuhimininn með haust – vetrar línunni sem við köllum „Himnesku línuna“ (Celestial Collection). Himneskt úrval af djúpum og draumkenndum litum og stórkostlegu glitrandi yfirlakki sem mun setja mark sitt á árstíðina sem er framundan. Glæsilegir, eftirtektarverðir og algjörlega einstakir litir sem munu leysa úr læðingi leyndardóma og töfra dagsins, kvöldsins, stemmingarinnar og tilefnisins. Þessir nýju litir hressa upp á grámyglulegan hversdaginn með yfirnáttúrulegri, upplífgandi litadýrð sem er innblásin af sköpunarkrafti og gefur lífinu lit á þessum dimma árstíma.Eins og alltaf þá mun okkar frábæra naglalakk og breiði flati burstinn tryggja einstaka, jafna og fullkomna lökkun sem mun skila sér í gljáandi áferð og góðri endingu.
Nailberry naglalökkin eru hugarsmíð Soniu Hully. Hún ákvað strax í upphafi að gefa engan afslátt, hvorki af heilsunni né hátískunni. Í dag hafa Nailberry naglalökkin öðlast sess sem hátískuvara sem notast er við á tískuvikum í stórborgum. En þú getur líka keypt þau á skemmtilegustu jógastöðunum t.d. í London. Það er fallegt að bera naglalakk sem andar og nærir. Nailberry naglalökkin eru án 12 skaðlegustu efnanna, vegan, næra, anda og hleypa í gegn raka og súrefni. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”. L’Oxygéné línan frá Nailberry, eru sannkölluð lúxus naglalökk. Þau hleypa í gegn raka og súrefni. Eru eiturefnalaus, VEGAN, næra, anda, endast og eru framúrskarandi smart. Fagfólkið keppist um á dásama Nailberry L’Oxygéné. Þau hafa hlotið hina kærkomnu vottun PETA “cruelty free”.
Notkun
Einföld ráð til að láta naglalakkið endast 1 – Þvo á sér hendurnar, setja spritt eða naglalakkahreinsir í bómull og strjúka af nöglinni til þess að hreinsa í burt alla fitu og óhreinindi. 2 – Lagfæra lengdina á nöglunum ásamt ójöfnum, setja þunna umferð af undirlakki eða næringu sem fyrstu umferð 3 – 2 þunnar umferðir af Nailberry naglalakki 4 – Setja yfirlakk sem gæti verið Fast dry gloss eða Shine & Breathe.






