Hoppa yfir valmynd
Snyrtivörur

Serum, olíur og ávaxtasýrur

BIOEFFECT EGF Day Serum 30ml

Pumpaðu 1-2 sinnum í lófa og berðu á hreina og þurra húð á andliti, hálsi og bringu. Bíddu í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru bornar á húðina. Hámarkaðu virkni EGF Day Serum með því að nota það með öðrum BIOEFFECT vörum, til dæmis EGF Essence, Imprinting Hydrogel Mask og/eða Hydrating Cream.   

15.498 kr.

Vöruupplýsingar

Við kynnum nýja og fínlega endurbætta útgáfu af EGF Day Serum. Auk lykilinnihaldsefnsins, vaxtarþáttarins BIOEFFECT EGF, inniheldur nýja formúlan nú einnig Panthenol (B5 vítamín) og aukið magn hýalúrónsýru. EGF Day Serum er þróað til að veita djúpvirkan raka og vinna á öldrun húðarinnar. Serumið eykur rakabindingu til muna, hefur róandi og bólgueyðandi áhrif og styrkir ysta varnarlag húðarinnar. Þetta létta, silkimjúka, gelkennda serum gengur hratt og vel inn í húðina og er fullkominn grunnur undir sólarvörn og farða.  

Innihaldslýsing

WATER (AQUA), PROPYLENE GLYCOL, XYLITOL, SODIUM POLYACRYLOYLDIMETHYL TAURATE, PANTHENOL, SODIUM CITRATE, SODIUM HYALURONATE, PHENOXYETHANOL, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)