Hoppa yfir valmynd
Snyrtivörur

Serum, olíur og ávaxtasýrur

BIOEFFECT EGF Power Treatment

30 Day Power Treatment er kraftmikið 30 daga húðátak sem vinnur á áhrifaríkan hátt á sjáanlegum aldursmerkjum á borð við fínar línur og hrukkur, þurrk, litabreytingar og slappleika húðar.

29.998 kr.

Vöruupplýsingar

30 Day Power Treatment er kraftmikið 30 daga húðátak sem vinnur á áhrifaríkan hátt á sjáanlegum aldursmerkjum á borð við fínar línur og hrukkur, þurrk, litabreytingar og slappleika húðar. Serumið inniheldur þrjá öfluga vaxtarþætti, EGF, KGF og IL-1a, sem framleiddir eru í byggi með aðferðum plöntulíftækni. Umbreyttu ásýnd húðarinnar með þessari einstöku formúlu og orkuskoti, sem þéttir og sléttir húðina sjáanlega á aðeins 30 dögum. Hver flaska inniheldur 10 daga skammt.

Notkun

Berið 3–4 dropa á andlit, háls og bringu tvisvar á dag. Berið á að morgni og bíðið í a.m.k. 3–5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru bornar á húðina. Við mælum með að meðferðin sé notuð 1–4 sinnum á ári, 30 daga í senn, eftir ástandi húðarinnar. Hver flaska inniheldur 10 daga skammt, opnið aðeins eina flösku í einu.

Innihaldslýsing

GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SHOLIGOPEPTIDE-1), IL-1A (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-17), KGF (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-3)