Hoppa yfir valmynd
Snyrtivörur

Gjafasett neglur og förðun

REAL TECHNIQUES Au Naturel Set

Au Naturale Kit er burstasett sem kemur í takmörkuðu upplagi og inniheldur níu bursta sem hjálpa þér að ná fram náttúrulegri og ljómandi förðun.

4.898 kr.

Vöruupplýsingar

"Au Naturale Kit er burstasett sem kemur í takmörkuðu upplagi og inniheldur níu bursta sem hjálpa þér að ná fram náttúrulegri og ljómandi förðun.

Settið inniheldur:

  • 219 Ultimate Powder: Stór púður bursti sem gefur jafna áferð, hvort sem það er til að matta yfir andlitið eða til að gefa andlitinu sólkysstan lit með bronzer.
  • 220 Light Layers Complexion: Hringlaga, rúnnaður bursti sem auðvelt er að blanda, blurra eða byggja upp fljótandi farða fyrir náttúrulega áferð.
  • 250 Perfecting Primer: Flatur, þéttur bursti sem er fullkomin í grunn förðunarvörur. Strjúkið frá miðju andlitsins og út á við, fyrir serum, rakakrem eða primer.
  • 223 Blurring Concealer: Þéttur og mjúkur bursti sem hentar vel til að byggja upp og dreifa úr hyljara. Gefur miðlungs til fulla þekju.
  • 307 Shading Brush: Augnskuggabursti með stuttum, þéttum hárum sem gefur litmikla, þétta og jafna áferð.
  • 428 Precision Fan: Lítill fíngerður bursti sem er í laginu eins og blævængur, sem er fullkomin fyrir nákvæma ásetningu á higlighter á kinnbein og undir augabrún.
  • 321 Full Coverage Brush: Þéttur og kúptur bursti fyrir þétta púður áferð og ásetningu augnskugga.
  • 304 Defining Crease: Nákvæmur bursti sem ber augnskugga á afmarkaðan stað en blandar í leiðinni.
  • 326 Flat Liner: Þéttur lítill bursti sem er fullkomin til að setja eyeliner við augnhárarótina

Burstarnir eru allir með UltraPlushTM svo þeir eru sérstaklega mjúkir og eru 100% Cruelty Free og Vegan "