Vöruupplýsingar
On-The-Go inniheldur allt sem til þarf í einfalda en áhrifaríka húðrútínu.
EGF Serum (5 ml): Margverðlaunuðu EGF húðdroparnir okkar draga úr ásýnd fínna lína, auka þéttleika og teygjanleika og bæta rakastig. Innihalda aðeins 7 hrein efni.
EGF Essence (15 ml): Létt og nærandi andlitsvatn sem heldur húðinni mjúkri, heilbrigðri og vel nærðri. Undirbýr húðina fyrir serum og rakakrem og greiðir fyrir upptöku og virkni EGF.
Hydrating Cream (7 ml): Olíu- og ilmefnalaust rakakrem úr hreinu, íslensku vatni. Skilur við húðina slétta, mjúka og ljómandi.
Volcanic Exfoliator (10 ml): Djúphreinsandi en mildur andlitsskrúbbur sem inniheldur örfínar hraunagnir og fínmalaðan apríkósukjarna. Fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af ysta lagi húðarinnar.
Micellar Cleansing Water (30 ml): Milt en áhrifaríkt hreinsivatn úr íslensku vatni og rakagjöfum úr plönturíkinu. Hreinsar farða og óhreinindi án þess að erta húðina.
Vörurnar koma í fallegri og handhægri snyrtitösku.
Hreinsar og endurvekur húðina Eykur raka og ljóma Hentar öllum húðgerðum Án ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens Ofnæmisprófað Vörurnar koma í veski úr endurvinnanlegu plasti


