Hoppa yfir valmynd
Vítamín

B-vítamín

ICEHERBS B-12 Vítamín & Hveitigras 60stk

B-12 styður við heilbrigða starfsemi taugakerfisins og efnaskiptum auk þess að geta dregið úr þreytu og lúa. Inniheldur hveitigras, ofurfæðu sem inniheldur og styður við hreinsun, efnaskipti og heilbrigði blóðrásarkerfisins.

2.698 kr.

Vöruupplýsingar

Öflug b-12 blanda með b-6, fólinsýru og hreinu hveitigrasi   B-12 í formi methylcobalamin sem er b-12 í sínu náttúrulega formi og sú tegund sem líkamanum tekst best að taka upp og nýta þegar tekið er inn sem fæðubót. B-12 stuðlar að aðlilegri starfsemi taugakerfisins og efnaskiptum. Einnig getur B-12 dregið úr þreytu og lúa. Blandan inniheldur einnig B-6 og B-9 (fólinsýra eða fólat)   Fólinsýra (fólat)  eða B-9 stuðlar að eðlilegri orkuvinnslu og styður við heilbrigða starfsemi taugakerfisins. Fólinsýra gegnir mikilvægu hlutverki fyrir alla aldurshópa en skortur á því getur valdið blóðleysi. Einnig gegnir fólinsýra stóru hlutverki við efnakskipti amínósýrunnar homocysteine sem skiptir miklu máli fyrir heilbrigt hjarta- og æðakerfi.   Hveitigras er algjör ofurfæða sem hjálpar líkamanum að byggja sig upp og hreinsa. Hveitigras inniheldur meiri blaðgrænu en nokkuð annað grænmeti, en blaðgræna stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum og styður við heilbrigði blóðrásarkerfisins. Hveitigras er einnig ríkt af steinefnum, vítamínum og andoxunarefnum.   Þessi blanda inniheldur engin uppfylliefni og er vegan.

Notkun

Takið 1 hylki á dag með vatni eða mat.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Kavita

Innihaldslýsing

B-12 (Methylcobalamin) 1 mg B-6 Pyridoxine HCl 2 mg B-9 Fólat (Folic Acid) 0,3 mg Hveitigras 300 mg