Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Taugakerfið

Saga Natura SagaMemo 30stk

SagaMemo viðheldur góðu minni með því að seinka niðurbroti á asetýlkólíni. Einnig styður það við langtíma minni.

2.198 kr.

Vöruupplýsingar

SagaMemo er nota til að viðhalda góðu minni. SagaMemo hylki eru framleidd úr ætihvannarfræjum frá Hrísey, ginkgo biloba, bacopa monnieri og steinefnum (járn og sink). Á tilraunastofu hefur verið sýnt fram á áhrif þessara jurta á virkni asetýlkólínesterasa, en það er ensím sem brýtur niður taugaboðefnið asetýlkólín. Mörg lyf við Alzheimer’s hindra virkni asetýlkólínesterasa til að auka magn asetýlkólíns. SagaMemo er talið seinka niðurbroti á asetýlkólíni.Hvannarfræja extrakt KeyNatura inniheldur mörg áhugaverð efni. Eitt þeirra er lífvirka plöntuefnið Imperatorin sem er mikið rannsakað vegna áhrifa þess á heilastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að Imperatorin viðhaldi vitsmunalegri getu og styðji við langtíma minni. Ginkgo Biloba hefur lengi verið notað til að viðhalda heilbrigðri heilastarfsemi, en það virkar m.a. með því að bæta blóðflæði til heilans. Bacopa Monnieri getur bætt minni hjá annars heilbrigðum einstaklingum. Járn og sink stuðlar að eðlilegri vitsmunalegri starfsemi.

Notkun

Ráðlagður dagskammtur er 1 hylki á dag

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: SagaNatura ehf

Innihaldslýsing

Brúnt hrísgrjónamjöl, hvannarfræjarextrakt, bacopa monnieri extrakt, ginkgo bíloba extrakt, járn (ferrófúmarat), bambus extrakt, sink (sink, oxíð).