Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Svefn

ICEHERBS Sofðu Rótt Mixtúra 200ml

Náttúruleg mixtúra með magnólíuberki og íslenskum fjallagrösum sem stuðlar að ró, bættum svefni og andlegu jafnvægi. Taktu 1 matskeið fyrir svefn

1.998 kr.

Vöruupplýsingar

Sofðu rótt mixtúra er öflug náttúruleg blanda sem inniheldur magnólíubörk og íslensk fjallagrös í þægilegu mixtúruformi. Hún hentar sérstaklega þeim sem velja vökvaform framyfir hylki og kjósa náttúrulega leið til að ná betri, jafnari svefni og andlegu jafnvægi. Magnólíubörkurinn inniheldur efni sem hafa verið notuð öldum saman gegn svefnvandamálum, kvíða og streitu, á meðan íslensku fjallagrösin styðja við ónæmiskerfið og innihalda mikilvæg steinefni eins og járn og kalsíum. Taktu 1 matskeið fyrir svefn – náttúruleg ró í hverjum dropa.

Notkun

1 matskeið fyrir svefn

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Kavita

Innihaldslýsing

Glúkósasíróp, vatn, maltitól, magnolíuextrakt (2%), fjallagrös möluð (6%), rotvarnarefni (kalíum sorbat), hunang náttúrulegt bragðefni (0,05%), mentolkristallar, piparmyntuolía (0,02%). Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur.