
Vöruupplýsingar
Auðmelt Omega 3 með náttúrulegum andoxunarefnum. Gott fyrir hjartað, heilann og liðina. Mikil virkni, ekkert eftirbragð. Omega 3 fitusýrur eru mikilvægur þáttur í hollu mataræði og fyrir heilsu fólks. Fjölmargar rannsóknir staðfesta að Omega 3 fitusýrur leiki lykilhlutverk í þroska augnhimnu og virkni ónæmiskerfisins. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á fyrirbyggjandi áhrif sem Omega 3 getur haft á krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Hafkrill ljósátulýsi er ríkt af fosfólípíð-bundnum EPA og DHA fitusýrum, sem rannsóknir sýna að eru líkamanum auðveldari í upptöku en aðrar sjávarolíur. Fosfólípíð-bundnar Omega 3 fitusýrur eru vatnsuppleysanlegar, fara betur í maga og hafa minna eftirbragð.
Notkun
1-2 hylki á dag með mat
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Icepharma