Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Kalk

Hafkalk Kalk og Steinefni 180stk

Náttúrulegur kalk og steinefnagjafi úr hafinu. Styrkir brjósk og bein og er gott fyrir liðina. Kalkþörungar úr Arnarfirði innihalda u.þ.b. 30% Kalsíum, 2% Magnesíum og fjölmörg stein- og snefilefni, m.a. járn, sink, selen, kalíum, mangan, joð og kóbalt. Samtals 74 stein- og snefilefni úr hafinu í náttúrulegu jafnvægi. Kalkþörungar hafa mikið yfirborð vegna einstakrar uppbyggingar og brotna auðveldlega niður í meltingaveginum. Þetta, ásamt samlegðaráhrifum hinna fjölmörgu snefilefna, tryggir góða upptöku og virkni. Sérstaklega eru það konur sem komnar eru á miðjan aldur sem þurfa á þessum efnum að halda til að fyrirbyggja beinþynningu en einnig konur á meðgöngu eða með barn á brjósti og allir sem ekki fá nægilegt kalk og steinefni úr fæðunni. Vottuð íslensk náttúruafurð.

5.698 kr.

Vöruupplýsingar

Hafkalk 180 stk

Notkun

2-4 hylki á dag með mat

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Icepharma