
Vöruupplýsingar
"Þráir þú betri svefn? Stundum getur verið erfitt að sofna á kvöldin eða ná djúpum svefni. Þá gæti Melatónín verið lausnin. Melantónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Í dagsbirtu er minna melantónín í líkamanum en framleiðslan eykst þegar myrkrið eykst og kallar fram syfju. Ýmsar aðstæður geta valda því að þessi hormónabúskapur fer úr skorðum, t.d. aukin dagsbirta, vaktavinna, flugferðalög o.fl. Þá getur verið gott að grípa til bætiefna eins og melantóníns. Bætiefnið inniheldur 1 mg af melatóníni og inntakan getur dregið úr tímanum sem líkaminn þarf til að sofna. Mild og náttúruleg leið til að koma líkamanum í svefnrútínu."
Notkun
1 tafla á dag fyrir svefn
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Kavita
Innihaldslýsing
Melatonin 1 mg