Hoppa yfir valmynd
Vítamín

D-Vítamín

Huemeno Vitamin D3&K2 60stk

huemeno® D3 & K2 - Stuðningur við bein og kalkbúskap

Á breytingaskeiði getur minnkandi estrógen haft áhrif á beinþéttni. huemeno® D3 & K2 var þróað til að styðja við heilbrigði beina og kalkbúskap til lengri tíma.

2.998 kr.

Vöruupplýsingar

Hvers vegna ættir þú að velja huemeno® D3 & K2? huemeno® inniheldur D3 í cholecalciferol-formi og K2 í menaquinone-7 (MK-7) formi – bæði lífvirk og vel rannsökuð form sem vinna saman að því að styðja góða upptöku og nýtingu kalks í líkamanum. D3 og K2 styðja við viðhald beina og kalkbúskap D3 stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og vöðva K2 styður við eðlilega blóðstorknun og að kalk nái til beina Á breytingaskeiði getur minnkandi estrógen haft áhrif á beinþéttni.

Með aldrinum minnkar beinþéttni smám saman, en þessi þróun getur orðið hraðari þegar estrógenmagn líkamans lækkar í kringum tíðahvörf. Það þýðir að beinin verða viðkvæmari og þá er mikilvægt að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum með góðri og réttri næringu, og með hreyfingu, til að styðja við þau og styrkja.

Það dugar þó ekki alltaf að fá nóg af kalki – líkaminn þarf líka að geta tekið það upp og komið því á réttan stað. D3 og K2 vinna saman að því að styðja við beinheilsu og beina kalkinu þangað sem það á að fara – í beinin, en ekki í æðarnar.

huemeno® D3 & K2 getur verið mikilvæg stoð sem hjálpar til við að byggja grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.

huemeno® vörurnar eru hentug leið til að styðja við grunnstoðir heilsunnar, með fáum innihaldsefnum, en með fjölþætta virkni. huemeno® er fyrsta íslenska vörumerkið sem ber MTick® merkið - fyrsta alþjóðlega táknið sem sýnir að vara teljist „menopause-friendly“, þ.e. henti sérstaklega konum á og í kringum breytingaskeiðið.

huemeno® D3 & K2 er fæðubótarefni sem má taka með öðrum huemeno® vörum og er tilvalið fyrir konur á og í kringum breytingaskeiðið – fyrir árin sem fylgja.

huemeno® – skýr nálgun fyrir framtíðina

huemeno® leggur áherslu á nálgun sem tekur mið af því hve einstaklingsbundin og fjölbreytt upplifun breytingaskeiðsins getur verið með öllum þeim fjölda einkenna sem geta birst okkur á mismunandi hátt. Við vitum að engin ein lausn hentar öllum – en teljum þó að allar konur ættu að huga að grunnstoðum heilsunnar, sérstaklega á þessu tímabili lífsins, ekki síst til að viðhalda góðri heilsu og atorku á árunum sem fylgja.

Notkun

Takið 1 hylki á dag með vatni

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Humeno ehf

Innihaldslýsing

Innihald í einu hylki:                                              

D3-vítamín (kólíkalsiferól) – 25 μg (1000 IU) – sem samsvarar 1000% af næringarviðmiðunargildi (NRV). K2-vítamín (menakínón MK-7) – 100 μg – sem samsvarar 133% af næringarviðmiðunargildi (NRV).

Innihaldsefni:

HPMC hylki (plöntutrefjar), maltódextrín, breytt sterkja, örkristallaður sellulósi, maísolía, súkrósi, magnesíumsterat, tógóferól, natríumasórbat, kísildíoxíð, D3-vítamín (kolekalsíferól), K2-vítamín (menakínón-7), askorbýlpálmat.

Inniheldur ekki soja, glúten, laktósa eða erfðabreytt efni. Hentar grænmetisætum. Geymsluleiðbeiningar: Geymist á köldum, þurrum stað fjarri sólarljósi. Geymist þar sem börn ná ekki til og sjá ekki til.

Varnaðarorð: Neytið ekki meira en sem nemur ráðlögðum neysluskammti. Ekki ætlað að koma í staðinn fyrir fjölbreytta og fæðu og heilbrigðan lífsstíl. Leitið ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki ef þú ert barnshafandi, með fæðuóþol, með undirliggjandi sjúkdóma eða tekur lyf.

Framleitt og pakkað í GMP vottaðri verksmiðju á Íslandi fyrir: huemeno ehf.